HM 25 hefst í nótt! Anton og Kristinn synda
Heimsmeistaramótið í sundi í 25m laug hefst í nótt í Hangzhou í Kína. Mótið stendur yfir 11-16. desember en 4 keppendur synda þar fyrir Íslands hönd.
Anton Sveinn McKee ríður á vaðið í fyrsta hluta mótsins þegar hann syndir 100m bringusund í undanrásum. Anton Sveinn syndir í fimmta riðli af átta en samkvæmt dagskránni á greinin að hefjast 11:25 að staðartíma, sem er kl. 03:25 aðfaranótt þriðjudagsins 11. desember hér heima.
Kristinn Þórarinsson fylgir svo fast á eftir í 200m fjórsundi en hann syndir í fimmta riðli af fimm og samkvæmt dagskrá hefst sú grein kl. 12:06 að staðartíma (04:06 á Íslandi).
Hér að neðan er listi yfir allar greinar íslenska sundfólksins á mótinu
Anton Sveinn McKee, SH
Þriðjudagur 11. des – 100m bringusund
Föstudagur 14. des – 200m bringusund
Laugardagur 15. des – 50m bringusund
Dadó Fenrir Jasminuson, SH
Fimmtudag 13. des – 50m skriðsund
Laugardag 15. des – 100m skriðsund
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH
Föstudag 14. des – 50m baksund
Laugardag 15. des – 50m skriðsund
Kristinn Þórarinsson, Fjölnir
Þriðjudagur 11. des - 200m fjórsund
Fimmtudagur 13. des – 100m fjórsund og 50m baksund
Bein úrslit, ráslistar og dagskrá mótsins:
http://www.omegatiming.com/Competition?id=000112010CFFFFFFFFFFFFFFFFFFFFFF&sport=AQ&year=2018
Frekari upplýsingar um þau Anton, Dadó, Ingibjörgu og Kristinn: