Kristinn í 200m fjórsundi í Kína
11.12.2018
Kristinn Þórarinsson úr Fjölni hóf sína keppni hér á HM25 í Hangzhou með því að synda 200 metra fjórsund, hann synti á braut 9 í 5. riðli af 5 á tímanum 2:01,63, lenti í 34. sæti af 43 og náði því ekki í úrslitasundið sem fram fer á morgun. Til að ná inn í úrslit þurfti tíma undir 1:53,70.
Milliriðlar eða undanúrslit eru ekki í greinum sem eru lengri en 100 metrar.
Hans besti tími til þessa er frá því á ÍM25 í nóvember síðastliðnum, en þar synti hann greinina á tímanum 2:00.04.
Það hafa verið nokkrar breytingar í sundlífi Kristins á þessu hausti, hann fylgdi þjálfara sínum, Jacky Pellerin úr Sf. Ægi, þegar hann flutti sig á ný yfir í Sd Fjölnis. Þessi breyting virðist hafa gert honum gott því á ÍM25 í nóvember síðastliðnum náði Kristinn bestum persónulegum árangri í öllum sínum greinum. Kristinn hefur einnig keppt áður á HM25 og á EM25 þannig að hann er kominn með góða keppnisreynslu á svo stóru móti. Hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund á n.k. fimmtudag og verður gaman að fylgjast með honum þar einnig.
Íslandsmetið í greininni á Örn Arnarson, 01:57,91, sem er frá því í Vestmannaeyjum á IMÍ 2003. Heims- og mótsmetið á Ryan Lochte frá USA 01:49,63 en hann synti á þeim tíma á HM25 í Istanbul árið 2012.
Það má fylgjast með úrslitum með því að fara inn á síðu Omega Timing, en slóðin er hér
Til bakaMilliriðlar eða undanúrslit eru ekki í greinum sem eru lengri en 100 metrar.
Hans besti tími til þessa er frá því á ÍM25 í nóvember síðastliðnum, en þar synti hann greinina á tímanum 2:00.04.
Það hafa verið nokkrar breytingar í sundlífi Kristins á þessu hausti, hann fylgdi þjálfara sínum, Jacky Pellerin úr Sf. Ægi, þegar hann flutti sig á ný yfir í Sd Fjölnis. Þessi breyting virðist hafa gert honum gott því á ÍM25 í nóvember síðastliðnum náði Kristinn bestum persónulegum árangri í öllum sínum greinum. Kristinn hefur einnig keppt áður á HM25 og á EM25 þannig að hann er kominn með góða keppnisreynslu á svo stóru móti. Hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund á n.k. fimmtudag og verður gaman að fylgjast með honum þar einnig.
Íslandsmetið í greininni á Örn Arnarson, 01:57,91, sem er frá því í Vestmannaeyjum á IMÍ 2003. Heims- og mótsmetið á Ryan Lochte frá USA 01:49,63 en hann synti á þeim tíma á HM25 í Istanbul árið 2012.
Það má fylgjast með úrslitum með því að fara inn á síðu Omega Timing, en slóðin er hér