Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn stórbætti Íslandsmetið í 200 metra bringusundi

13.12.2018

Önnur grein Antons Sveins Mckee hér á HM25 í Kína er 200 metra bringusund. Eftir góðan árangur í 100 metra bringusundinu, sem Anton Sveinn taldi góðan undirbúning fyrir þessa grein, var ánægjulegt að sjá hann útfæra 200 metra sundið eins og best var á kosið. Hann komi mark á nýju Íslandsmeti 2:04,37 varð 10 í greininni. Það gefur honum að öllum líkindum ekki færi á að synda í úrslitariðlinum í kvöld þar sem sundmenn með átta bestu tímana komast áfram. Engu að síður náði hann góðu sundi, með sterkum tökum og rann vel þannig að það er margt sem gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Að hans sögn þarf hann að bæta í æfingar til að ná auknum hraða í enda sunds.

Anton Sveinn æfir við býsna krefjandi aðstæður, hann er í fullri vinnu sem krefst töluverðra ferðalaga, en með skipulagi og metnaði hefur honum tekist að koma sér upp æfingaáætlun sem virðist henta honum vel. Gamli þjálfarinn hans úr háskólanum og svo Klaus Jürgen Ohk yfirþjálfari SH eru honum svo innan handar með að meta álag og setja æfingarnar í samhengi.

Anton Sveinn átti sjálfur gamla metið í greininni, 2:07,04 frá því á ÍM25 í nóvember síðastliðnum, en heimsmetið og einnig mótsmetið á Marco Koch frá Þýskalandi, 2:00,44 sem hann setti á HM25 í Windsor í Kanada 2016. 

Anton keppir næst á laugardag í 50 metra bringusundi.

Úrslitasíða mótsins er hér

Myndirnar tók Simone Castrovillare

Myndir með frétt

Til baka