Anton næsthraðastur frá upphafi á Norðurlöndum
13.12.2018
Til bakaAnton Sveinn McKee varð í nótt annar hraðasti Norðurlandabúinn frá upphafi í 200m bringusundi, þegar hann stórbætti Íslandsmetið í greininni. Hann synti á 2:04,38 en Norðurlandametið á Svíinn Erik Persson. Hann hafði synt á 2:03,86 í fyrra en bætti sig svo í undanrásunum á HM í nótt og fór á 2:03,51.
Anton Sveinn á að vísu einnig annan besta tíma Norðurlanda í 100m bringusundi. Hann synti greinina á HM fyrir 2 dögum á tímanum 57,57 en Norðurlandametið er 57,05, sett af Norðmanninum Alexander Dale Oen heitnum.