Kristinn náði sér ekki á strik í 50 metra baksundi
Kristinn Þórarinsson úr Fjölni synti 50 metra baksund á tímanum 0:25,39, hér í Kína nánast strax í kjölfar 100 metra fjórsundsins áðan. Þetta var þriðja og síðasta keppnisgrein Kristins hér á mótinu, en hann synti eins og kunnugt er 200 metra fjórsund á fyrsta keppnisdegi. Kristni tókst ekki eins vel og hann hafði lagt upp með og endaði í 36 sæti í greininni af 50 sundmönnum sem voru skráðir.
Kristinn á heilmikið inni og með áframhaldandi staðföstum og reglubundnum æfingum getum við átt von á að sjá mun meira til hans á næstu mánuðum og árum. Hann sagði í samtali eftir sundið að hann ætlaði að fara yfir málin með þjálfara sínum og finna út hverju mætti breyta í undirbúningi fyrir stórmót sem þessi til að betri árangur fengist.
Íslandsmetið í 50 metra baksundi á Örn Arnarson frá því á EM25 2007 í Debrecen og heimsmetið er í höndum frakkans Florent Manadou en það setti hann á HM25 í Doha 2014.