Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn lýkur keppni á HM á nýju Íslandsmeti í 50 metra bringusundi

15.12.2018

Síðasta grein Antons Sveins Mckee hér í Kína er 50 metra bringusund. Eins og öllum er kunnugt setti hann Íslandsmet í greininni með millitímanum í 100 metra bringusundinu s.l. þriðjudag 0:26,98, auk þess sem hann hefur bætt Íslandsmetin í 100 metra og 200 metra bringusundi hér á mótinu.  Það ríkti því mikil gleði í herbúðum íslenska liðsins þegar ljóst varð að Anton Sveinn hafði náð að bæta Íslandsmetið sitt með því að synda á tímanum 0:26,74 þó hann hafi ekki náð að synda sig inn í undanúrslit í kvöld, en hann endaði í 21. sæti í greininni.

Þetta er fjórða Íslandsmetið sem Anton Sveinn setur hér á mótinu.

Heimsmetið í greininni á Cameron van der Brugh 0:25,25 frá árinu 2009.

Úrslitasíða mótsins er hér

 Myndina tók Simone Castrovillari

Til baka