Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dadó synti 100 metra skriðsund á HM25 í nótt

15.12.2018

Dadó Fenrir Jasmínuson úr SH keppti í nótt í 100 metra skriðsundi hér í Kína. Dadó synti á tímanum 0:50,19 og náði því miður ekki að bæta sinn besta tíma til þessa. Sá tími frá því á ÍM25 þegar hann synti greinina á 0:49,59.

Dadó hefur verið í mikilli framför síðastliðin tvö ár, hann náði að synda undir 50 sekúndum í október á þessu ári, en í apríl 2017 átti hann best 0:51,16 og þrátt fyrir úrslit dagsins á hann mikið inni og stefnir hraðbyri á að ná því markmiði að koma sér í keppnishópinn sem fer á ÓL í Tokyo 2020.

Dadó endaði í 55. sæti af 114 keppendum.  Þetta mót mun því skila sér í reynslubanka hans vel og tryggilega.

Íslandsmetið í 100 metra skriðsundi á Örn Arnarson frá því á ÍM25 árið 2007 og heimsmetið er í höndum Amaury Leveaux frá Frakklandi en það er sett í Króatíu 2008.

Úrslitasíða mótsins er hér

 Myndina tók Simone Castrovillari

Til baka