Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ingibjörg Kristín synti 50 metra skriðsund og lauk keppni á HM25

15.12.2018

Ingibjörg Kristín synti seinni greinina sína, 50 metra skriðsund, hér á HM25 í Kína á tímanum 0:25,67 og lenti í 31. sæti. Hún synti greinina á 0:25,58 á ÍM25 í nóvember, en besti tíminn hennar í 50 metra skriðsundi er frá árinu 2011 0:25,31.

Ingibjörg Kristín, kom aftur til keppni núna eftir um árs hlé, er að keppa í fyrsta skipti á HM25, en hefur keppt í þrígang á HM50. Hún var nokkuð ánægð með sig að keppni lokinni.

Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi á Ragnheiður Ragnarsdóttir 0:24,94 sett í Reykjavík 2010 og heimsmetið er í höndum Ranomi Kromowidjojo frá Hollandi 0:22,93.

Úrslitasíða mótsins er hér

 Myndina tók Simone Castrovillari

Til baka