Snæfríður Sól setti nýtt Íslandsmet í 200m skriðsundi í dag
Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir með liði sínu AGF í Árósum í Dönsku bikarkeppninni 1. deild um helgina.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti fyrsta sprett í boðsundi í dag og setti glæsilegt Íslandsmet í 200m skriðsundi í 25m laug, hún synti á tímanum1:58,97mín og bætti 11 ára gamalt met sem Sigrún Brá Sverrisdóttur setti á EM25 í RIGA árið 2008 um 48 hundraðhluta úr sekúndu, gamla metið var 1:59:45.
Tími Snæfríðar hefði gefið henni 23. sæti á HM-25 sem nú stendur yfir í Hangzhou í Kína.
Snæfríður hefur einnig synt 100m skriðsund á mótinu á tímanum 56,54sek.og varð þriðja í sundinu.
Snæfríður synti einnig 50m. skriðsund í dag á tímanum 26,47sek.
Á morgun sunnudag syndir Snæfríður Sól 400m. skriðsund og 4x100m. skriðsund.
Tengill á úrslit: http://livetiming.dk/results.php?cid=4245&session=1