Beint á efnisyfirlit síðunnar

Syndum saman 5. janúar

02.01.2019

Við viljum minna á æfingadaginn 5.janúar nk. í Ásvallalaug, þar sem allt sundfólk fætt árið 2006 og fyrr er velkomið að taka þátt. Það er mjög mikilvægt að Arna og Mladen ,verkefnisstjórar, fái upplýsingar um fjölda frá hverju félagi svo að hægt sé að skipuleggja stöðvar í lauginni og áætla veitingar.

Vinsamlegast sendið þessar upplýsingar á : arna@iceswim og mladen@iceswim.is

Dagskráin stendur yfir 14:00 - 17:00 en eftir æfinguna verða léttar veitingar fyrir þátttakendur. 

Við vonumst til að sjá sem flesta koma, læra hvort af öðru og afa gaman saman í lauginni.

Allir þjálfarar eru velkomnir, einnig þeir þjálfarar sem eru að þjálfa yngri hópa hjá félögum.


Til baka