Boðsundskeppni grunnskóla 26.mars í Laugardalslaug
Nú er allt að gerast, tæpar tvær vikur í keppni,en þriðjudaginn 26.mars verður boðsundskeppni Grunnskóla haldin í Laugardalslaug.
Upphitun hefst kl 9:30 í Laugardalslaug í Reykjavík og mótið sjálft hefst kl 10:00.
Nú þegar hafa 33 skólar tilkynnt þátttöku og hlakka ég til að heyra í fleirum.
Við ætlum auðvitað að bæta metið síðan í fyrra en þá tóku 35 skólar þátt.
Við viljum líka minna ykkur á að hver skóli má senda fleiri en eitt lið í hvorum aldursflokki. 4 stelpur og 4 strákar eru í sama liði í hverjum aldursflokki og hver sundmaður syndir eina leið eða 25m.
Endilega hvetjið ykkar skóla til þátttöku en boðsundskeppnin er fyrir alla, það geta allir tekið þátt, þetta á bara að vera gaman, en mikil og góð stemning hefur myndast í lauginni undanfarin ár J
Við munum einnig kynna fyrir ykkur sundknattleik, það er leikur sem flestir geta haft gaman af.
Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 21. mars n.k.
Þar þarf að koma fram:
- Nafn skóla / nafnalisti ef þið eruð með hann staðfestan.
- Hvort um sé að ræða 5. - 7 eða 8. – 10 bekkur
- Hversu mörg lið í hverjum aldursflokki.
Skráning fer fram á ingibjorgha@iceswim.is
Hlakka til að heyra frá ykkur og endilega hvetjið ykkar skóla til þátttöku í þessu skemmtilega verkefni.