Boðsundskeppni Grunnskóla á morgun þriðjudag.
Nú er tæpur sólahringur í gleðina í Laugardalslaug!
Boðsundskeppni Grunnskóla er á morgun þriðjudag í Laugardalslaug J
Það hafa 42 skólar tilkynnt þátttöku sem eru 7 fleiri skólar en í fyrra sem er glæsilegur árangur, nokkrir skólar senda fleiri en eitt lið og eru keppendur orðnir 640 J J
Upphitun hefst kl 9:30, krakkarnir geta synt aðeins, æft sig að stinga sér osfrv.
Við hefjum mótið kl 10:00, við reiknum með að það standa ekki lengur en til kl 12:00, vorum búin um 11:30 í fyrra.
Dagskráin er sem hér segir:
- 5.- 7 bekkur byrjar keppnina og munum við synda á 10 brautum fyrst til að byrja með.
- Síðan keppir 8. – 10 bekkur
- 9 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
- 9 hröðustu tímarnir úr 8.- 10 bekk keppa
- 6 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
- 6 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa
- 3 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa
- 3 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa
Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending.
Veitt eru þrenn verðlaun í hvorum aldursflokki ( 1. – 3. sæti) í lokakeppninni.
Sá skóli sem sigrar fær sæmdarheitið „Grunnskólameistari í sundi“.
Við munum einnig kynna fyrir ykkur sundknattleik, það er leikur sem flestir geta haft gaman af.
Við hlökkum til að sjá ykkur hress og kát á morgun.