Beint á efnisyfirlit síðunnar

Björn Sigurðsson nýr formaður SSÍ - Hörður lætur af embætti eftir 13 ára starf

15.06.2019

Ársþingi Sundsambands Íslands lauk rétt í þessu í fundaraðstöðu ÍSÍ í Laugardalnum. 

Kjörinn var nýr formaður en Björn Sigurðsson, ÍBH og fyrrum gjaldkeri stjórnar SSÍ tekur við af Herði J. Oddfríðarsyni, ÍBR. Hörður hefur verið formaður í 13 ár en fyrir það var hann varaformaður SSÍ í þrjú ár og stjórnarmaður í þrjú ár þar á undan. Hann sagði af sér embætti á þinginu en hann var kjörinn formaður til fjögurra ára á þingi SSÍ 2017. Hann heldur þó áfram sem meðstjórnandi til tveggja ára í stjórn SSÍ. 

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði þingið og nýtti tækifærið til þess að afhenda Herði gullmerki ÍSÍ fyrir framúrskarandi störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ og Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri FSÍ voru þingforsetar og er þakkað fyrir verðmætt framlag.

Nýkjörin stjórn er eftirfarandi:

Formaður til tveggja ára (2021)
Björn Sigurðsson ÍBH

4 meðstjórnendur til fjögurra ára (2023)
Bjarney Guðbjörnsdóttir ÍA
Elsa María Guðmundsdóttir ÍBA
Júlía Þorvaldsdóttir ÍBR
Oddur Örnólfsson ÍBR

2 meðstjórnendur til tveggja ára (2021)
Hörður J. Oddfríðarson ÍBR
Viktoría Gísladóttir UMSK

2 í varastjórn til tveggja ára (2021)
Hrafnhildur Lúthersdóttir ÍBH
Leifur Guðni Grétarsson ÍA

2 félagslegir skoðunarmenn reikninga til tveggja ára (2021)
Júlíus Guðnason ÍA
Lóa Birna Birgisdóttir ÍBR

Mikil eindrægni ríkti á þinginu sem var starfsamt en allar tillögur sem lagðar voru fram á þinginu voru samþykktar einhljóða.

 

Myndir með frétt

Til baka