Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hafþór Jón sundkóngur og Svava Björg sunddrottning 2019

31.07.2019

Íslandsmótið í víðavatnssundi 2019 fór fram í gær í góðu veðri í Nauthólsvíkinni. Líkt og fyrri ár var keppt í þremur vegalengdum, 1 km, 3 km og 5 km og skiptust þessir flokkar upp eftir aldri og kyni keppenda og hvort þeir syntu í neoprene galla eða ekki.

Á þessu móti eru krýnd Sundkóngur og Sunddrottning ársins en þá titla hlýtur það sundfólk sem fyrst kemur í mark í 3 km sundinu, án galla. Í ár voru það Hafþór Jón Sigurðsson úr SH og Svava Björg Lárusdóttir úr Ármanni sem hlutu titlana. Hafþór Jón var að verja titilinn frá því í fyrra en Svava Björg, sem er einungis 16 ára, vann sinn fyrsta titil í greininni.

Alls tóku 38 keppendur þátt að þessu sinni.

Hér má sjá heildarúrslit mótsins eftir vegalengdum og aldursflokkum

Til baka