Anton Sveinn með annað Silfur í Knoxville
19.01.2020
Til bakaAnton Sveinn McKee tók þátt í Tyr Pro swim Series mótaröðinni um helgina í Knoxville í Bandaríkjunum.
Í gær laugardag synti hann 200m bringusund á tímanum 2:11:34 og tryggði sér sín önnur silfurverðlaun á mótinu,
Íslandsmet hans í greininni er 2:10:21 sem hann setti á HM50 í Kazan árið 2015.
Anton Sveinn er nú á leiðinni til Íslands þar sem hann mun taka þátt í Reykjavík International Games um næstu helgi.