Jóhanna á EM50 - Birnir með þrjú drengjamet
Reykjavík International Games halda áfram í Laugardalslaug en nú fer fjórði hluti fram, af fimm.
Í gær náði Jóhanna Elín Guðmundsdóttir lágmarki á EM50 sem haldið verður í Búdapest í maí. Hún synti 50m skriðsund á 26,03 en lágmarkið er 26,23.
Birnir Freyr Hálfdánarson setti þrjú drengjamet. Hann náði metinu í bæði 50m og 100m bringusundi þegar hann synti 100m bringusund í úrslitum og þá bætti hann einnig metið í 50m baksundi. í 50m bringu var metið 33,61 en Birnir synti á 33,12. í 100m bringusundi var metið 1:11,70 en Birnir fór á 1:10,28. Í 50m baksundi var metið 29,30 og synti Birnir á 29,28.
Tvö RIG mótsmet féllu í gær. Anton Sveinn McKee bætti metið í 100m bringusundi en þar sigraði hann á tímanum 1:01,18 en Alexander Dale Oen heitinn átti fyrra metið - 1:01,38. Viktor Bromer úr Aalborg sigraði 200m flugsund á tímanum 1:59,23 og bætti þar með sitt eigið met sem var 2:00,47.
Síðasti úrslitahlutinn fer fram síðar í dag, kl. 15:00