Dómaranámskeið 11.mars í Ásvallalaug í Hafnarfirði
06.03.2020
Til bakaHaldið verður sunddómara námskeið 11. mars 2020 í fundarherbergi 2.hæð í Ásvallalaug, Hafnarfirði kl: 18:00
Námskeiðið er einn bóklegur hluti sem tekur uþb. 2 ½ klst, þar sem farið er yfir sund-reglur og fleira sem við kemur sundmótum og svo þarf að starfa tvo mótshluta í verklegri þjálfun til að verða dómaranemi.
Skráning á námskeiðið er á netfangið domaranefnd@iceswim.is , vinsamlega sendið upplýsingar um nafn, kennitölu, gsm og frá hvaða sundfélagi/deild.