Snæfríður Sól með tvö lágmörk á EM50
11.03.2020
Til bakaSnæfríður Sól Jórunnardóttir synti helgina 28. - 1 mars á Vest Junior/ Senior langbane sundmótinu í Esbjerg í Danmörku og tryggði sér tvö lágmörk á EM50, sem haldið verður í Búdapest um miðjan maí n.k.
Snæfríður tryggði sér lágmark í 100m skriðsund á tímanum 56:69 en lágmarkið er 56:83 og í 200m skriðsund á tímanum 2:02:88 en þar er lágmarkið 2:03:51.
Flottur árangur hjá Snæfríði en hún synti einnig 50m skriðsund á tímanum 26:78.
Næsta mót hjá Snæfríði er Danska opna meistarmótið í lok mars.