Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilkynning frá SSÍ

25.03.2020Stjórn SSÍ fundaði nú í kvöld og vill koma eftirfarandi á framfæri.

Stjórn Sundsambands Íslands þakkar öllum aðildarfélögum fyrir skjót og fagleg viðbrögð við fyrirmælum stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins sem nú skekur heimsbyggðina.
Nær öllum íþróttaviðburðum á heimsvísu, stórum og smáum, hefur nú verið frestað vegna faraldursins og það sama gildir um öll íþróttamót hér á landi. Ólympiuleikum hefur verið frestað til ársins 2021.
EM50 hefur verið frestað fram í ágúst hið minnsta, sama gildir um EMU og væntanlega mun NÆM fylgja í kjölfarið.

SSÍ mótunum ÍM50 og IMOC hefur verið frestað en AMÍ er ennþá dagsett 12.-14.júní að því gefnu að samkomubanni ljúki 12.apríl. Mótunum hefur ekki verið aflýst og stjórn SSÍ mun ákveða nýjar dagsetningar þegar aðstæður skapast í samræmi við tilmæli stjórnvalda / ÍSÍ og að höfðu samráði við sundhreyfinguna. Engar ákvarðanir verða þó tilkynntar fyrr en samkomubann hefur verið afnumið, en stjórn SSÍ fylgist mjög vel með gangi mála og hefur þegar teiknað upp ýmsar sviðsmyndir til að undirbúa þá vinnu sem framundan er. Við þá vinnu verður reynt að taka tillit til þess tíma sem sundfólk þarf til að koma sér aftur í keppnisform og á það aðallega við um ÍM50.

SSÍ er gríðarlega stolt af því að sjá hversu vel þjálfarar og sundfólk nýta þessa skrítnu tíma til þess að halda sér í góðu líkamlegu og andlegu formi með aðstoð tækninnar.
Hvatning og dugnaður eintaklinga á samfélagsmiðlum er mikill hvort sem það er innan félaga eða félaga á milli. Þessi samheldni er til fyrirmyndar og er ástæða þess að sundfólk er meðal fremsta íþróttafólks landsins.

Vonum að þið hafið það sem allra best,
Baráttukveðjur til ykkar

Fh stjórnar SSÍ
Ingibjörg H Arnardóttir
Til baka