ÓL 2020 hefjast 23. júlí 2021
30.03.2020
Til bakaNú rétt í þessu var tilkynnt að Ólympíuleikarnir í Tókýó munu fara fram dagana 23. júlí til 8. ágúst 2021 og því frestað um ár. Upprunalega áttu leikarnir að hefjast 24. júlí á þessu ári.
Ólympíumót fatlaðra fer svo fram 25. ágúst til 5. september 2021.
Tilkynningin á vef IOC, Alþjóða Ólympíunefndarinnar
FINA, Alþjóða sundsambandið hefur þakkað IOC fyrir að hafa staðfest dagsetningarnar en sambandið skoðar nú hvenær henti best að halda HM50, sem fara átti fram í Fukuoka í Japan dagana 16 júlí til 1. ágúst á næsta ári. Ljóst er að mótið mun skarast á við nýjar dagsetningar Ólympíuleikanna.
Tilkynning FINA: