Samkomubann framlengt
01.04.2020
Til bakaSamkomubanninu sem hefur verið við lýði hér á landi frá 16. mars verður ekki aflétt 13. apríl eins og upphaflega stóð til. Íþróttafélög mega ekki hefja skipulagðar æfingar fyrr en banninu verður aflétt og ljóst að það verður í fyrsta lagi 4. maí nk.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að hann muni leggja til við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag að samkomubann verði framlengt út aprílmánuð hið minnsta.
SSÍ heldur áfram að fylgjast með atburðarrásinni og mun gefa út upplýsingar þegar þess er kostur. Í millitíðinni hvetjum við alla að fylgja fyrirmælum almannavarna og fylgja sóttvarnarlögum.
Höldum áfram að hreyfa okkur heima við eða utandyra í öruggri fjarlægð frá öðrum og förum varlega.