Fréttir frá LEN
30.04.2020
Til bakaÞær fréttir bárust í kvöld frá LEN að tekin hefur verið ákvörðun um að hætta við að halda Evrópumeistaramót unglinga, EMU sem átti að fara fram í júlí.
Einnig var tekin ákvörðun um að hætta við LEN open water swimming cup á þessu ári.
Enn er unnið hörðum höndum að því að finna nýja tímasetningu á EM50 sem átti að vera í maí í Búdapest, en LEN hafði áður gefið út að mögulega myndi mótið fara fram 17. - 31 .ágúst n.k.
Nú telur LEN að það verði að fresta mótinu enn frekar.
Í viðhengi má sjá tilkynninguna frá LEN:
Update on 2020 LEN Events - 27.4.2020.pdf