Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aldursflokkameistarar 2020

05.07.2020

Aldursflokkaverðlaun einstaklinga eru veitt þeim keppendum sem ná bestum samanlögðum árangri í sínum stigahæstu greinum í samræmi við stigatöflu FINA. Í flokki sveina og meyja (12 ára og yngri) er reiknaður árangur úr 200 metra fjórsundi, 400 metra skriðsundi og svo stigahæstu grein þar fyrir utan.

Sveinameistari AMÍ 2020 er Denas Kazulis úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, en hann hlaut 1076 stig samtals fyrir 200m fjórsund, 400m og 800m skriðsund.

Meyjameistari AMÍ 2020 er Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjavíkur, en hún hlaut 1279 stig samtals fyrir 200m fjórsund, 400m og 200m skriðsund.

Í flokki drengja og telpna (13-14 ára) er reiknaður árangur úr þremur stigahæstu greinum einstaklingsins.

Drengjameistari AMÍ 2020 er Birnir Freyr Hálfdánarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, en hann hlaut 1727 stig samtals fyrir 200m og 800m skriðsund og 100m flugsund.

Telpnameistari AMÍ 2020 er Freyja Birkisdóttir úr Breiðablik, en hún hlaut 1862 stig samtals fyrir 200m, 400m og 800m skriðsund. Freyja fékk einnig afhentan Ólafsbikarinn en hann er veittur þeim einstaklingi sem bestum árangri nær í 400m fjórsundi, 400m skriðsundi, 800m skriðsundi og/eða 1500m skriðsundi.

Í flokki pilta og stúlkna (15-17 ára) er reiknaður árangur úr tveimur stigahæstu greinum einstaklingsins.

Piltameistari AMÍ 2020 er Daði Björnsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, en hann hlaut 1332 stig samtals fyrir 100m bringusund og 100m skriðsund.

Stúlknameistari AMÍ 2020 er Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðablik, en hún hlaut 1361 stig samtals fyrir 100m og 400m skriðsund

Myndir með frétt

Til baka