Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tvö Íslandsmet á fyrsta degi ÍM50

17.07.2020

Fyrsta degi af þremur á ÍM50 er lokið hér í Laugardalslaug. Mótið er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra.

Tvö Íslandsmet féllu í dag. Boðsundssveit SH bætti 5 ára gamalt met í 4x50m fjórsundi í blönduðum flokki en þau syntu á 1:48,34. Gamla metið var 1:51,33 en sveitina skipuðu þau Steingerður Hauksdóttir, Anton Sveinn McKee, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminusson.

Þá setti Róbert Ísak Jónsson úr SH Íslandsmet í 100m flugsundi í flokknum S14. Hann synti á tímanum 59,09.

Annar hluti hefst kl. 16:00 á morgun og verður hægt að fylgjast með honum á úrslitasíðu mótsins og í beinni útsendingu á Youtube

Til baka