Vel heppnuð þjálfararáðstefna
Þjálfararáðstefna SSÍ fór fram um liðna helgi á Hótel Selfoss og heppnaðist gríðarlega vel.
Markmið ráðstefnunnar var að kynna nýjar áherslur SSÍ í afreksmálum og uppbyggingu, veita fræðandi fyrirlestra tengda þjálfun og síðast en ekki síst að hrista hópinn saman fyrir komandi vetur.
Ragnar Guðmundsson íþróttafræðingur frá Deutsche Sporthochschule Köln, Þýskaland i þjálfunarvísindum og sundi (Training science and swimming) hélt erindi um sundgreiningu og uppbyggingu sundtímabilsins, Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur fór yfir markmiðssetningu og samskiptafærni, Eyleifur Jóhannesson, yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ fór yfir afreksstarfið á komandi árum og þá kynntu Ingibjörg Helga Arnardóttir framkvæmdastjóri og Emil Örn Harðarson móta- og miðlunarstjóri SSÍ starf vetrarins hjá SSÍ.
Yfir 30 þjálfarar tóku þátt, bæði á svæðinu og í gegnum fjarfundarbúnað og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttökuna og samveruna.