Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum

21.09.2020

ÍSÍ hefur gefið út leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum, dagsettar þann 21. september 2020. Í þeim er farið yfir hámarksáhorfendafjölda í hverju rými fyrir sig og þar er m.a. líka að finna gátlista vegna áhorfendasvæða fyrir sóttvarnarfulltrúa mótshaldara.

Athugið að allar tölur í þessum leiðbeiningum telja börn fædd árið 2005 og síðar.

Þá er einnig vert að minna á punkta úr áður auglýstum reglum SSÍ varðandi æfingar sundfólks vegna Covid-19:

„Sóttvarnarfulltrúi skal tryggja að sundfólk, þjálfarar og allir aðrir starfsmenn félagsins þekki til almennra sóttvarnaraðgerða og að þeim sé fylgt. Sóttvarnarfulltrúi ber einnig ábyrgð á því að allir fyrrnefndir aðilar þekki til helstu einkenna COVID-19. Ef grunur leikur á um að einstaklingur sé með smit eða önnur flensu einkenni þá ber einstaklingi/ sundfólki og öðrum starfsmönnum að halda sig heima þar til einkenni hafa horfið.“


Leiðbeiningar ÍSÍ vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum (21. sept 2020)

Til baka