Beint á efnisyfirlit síðunnar

Formannafundi og æfingabúðum frestað

23.09.2020

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu og þar sem smitum af Covid-19 hefur fjölgað nokkuð undanfarna daga þá telur SSÍ það ekki vera ábyrgt að halda formannafund á morgun, fimmtudag og æfingabúðir um helgina, dagana 26-27. september.

Fylgst verður með þróun mála og frekari upplýsingar gefnar út þegar tilefni er til.

Mikilvægustu sóttvarnirnar eru þær einstaklingsbundnu. Verum öll ábyrg og höldum áfram að vanda okkur!

Til baka