Anton Sveinn McKee og TORONTO TITANS
Anton Sveinn McKee mun keppa með liði Toronto Titans í ISL deildinni sem hefst á morgun í Búdapest.
ISL (The International Swimming League ) deildin var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi.
Deildin sem er liðakeppni er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem telja til bestu sundmanna heims.
Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein, sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig.
Útsláttarkeppni gefur flest stig.
Anton Sveinn æfir um þessar mundir í Virginíu í Bandaríkjunum, en hann er nú á leiðinni til Búdapest,en þar mun ISL mótaröðin fara fram.
Hér undir er tengill á frétt um ISL á amerísku sundsíðunni SwimSwam, þar sem hægt er að sjá nöfn sundmanna allra liða.
https://swimswam.com/isl-rosters-where-they-stand-two-weeks-out-from-season-two-opener-in-budapest/
Hægt verður að fylgjast með mótinu á EUROSPORT 2 í beinni útsendingu.
Nánari dagskrá er að finna hér á swim swam : https://swimswam.com/isl-announces-full-schedule-finale-to-take-place-in-late-november/
Upplýsingar um mótaröðina má finna á heimasíðu ISL https://isl.global/
Við hlökkum til að fylgjast með Antoni næstu vikurnar.