Anton Sveinn synti 100m bringusund í dag
02.11.2020
Til bakaAnton Sveinn synti 100m bringusund rétt í þessu á tímanum 56.72 og varð fjórði í sundinu.
Það eru einungis 9 dagar síðan hann synti 100m bringusund á nýju Íslands - og Norðurlandameti, 56.30.
Þetta var önnur keppnin í ISL mótaröðinni sem Anton tekur þátt í en hann á enn eftir tvö mót. Næsta keppni sem Anton tekur þátt í er eftir viku eða 9. - 10 nóvember n.k