Anton Sveinn synti til sigurs í morgun
09.11.2020
Til baka
Anton Sveinn synti til sigurs í 200m bringusundi á ISL mótaröðinni í morgun, Hann synti á tímanum 2:03.41, Íslands - og Norðurlandamet hans í greininni er 2:01.65, sem hann setti 1.nóv s.l.
Með sigrinum tryggði Anton 12 mikilvæg stig fyrir liðið sitt Toronto Titans.
Anton Sveinn synti einnig 50m bringusund á tímanum 26.90 og varð fimmti í sundinu.
Anton syndir 100m bringusund á morgun þriðjudag, en þetta er síðasta mótið fyrir undanúrslitin í keppninni.
Upplýsingar um mótaröðina má finna á heimasíðu ISL https://isl.global/