Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn synti 200m bringusund í dag

15.11.2020

Undanúrslit hófust í ISL mótaröðinni í dag, en nú eru 8 lið að berjast um 4 sæti til að taka þátt í úrslitakepninni.

Anton Sveinn synti rétt í þessu 200m bringusund, Hann synti á tímanum 2:02.61. Anton varð annar í sundinu eftir hörkukeppni við Will Lincon sem syndir fyrir LA Current.

Íslands - og Norðurlandamet Antons í greininni er 2:01.65, sem hann setti fyrir fyrr í mánuðinum

Anton Sveinn synti einnig 50m bringusund og varð þriðji á tímanum 26.49, Íslandsmet hans í greininni er 26.14.

Anton tryggði liði sínu Toronto Titans 14 stig í dag, en hann tekur einnig þátt  í 4x 100m fjórsundi á eftir sem hefst kl 18:52

Anton syndir 100m bringusund á morgun mánudag, 16.nóvember.


Til baka