Snæfríður Sól stórbætti metið sitt síðan í morgun
16.12.2020
Til bakaSnæfríður Sól bætti metið sitt í 200m skriðsundi síðan í morgun um tæpa sekúndu, hún synti á 1:56.51 og varð önnur í sundinu, gamla metið var 1:57.42.
Snæfríður hefur því í dag bætt Íslandsmetið í 200m skriðsundi um 2 sekúndur, flottur árangur hjá henni.
Það verður gaman að sjá 100m skriðsundið hjá henni á morgun, fimmtudag.