Beint á efnisyfirlit síðunnar

SSÍ framlengir við Icepharma

13.01.2021

Þann 1.janúar sl. var samningur Sundsambands Íslands og Icepharma hf. framlengdur til fjögurra ára. Icepharma sem er umboðsaðili fyrir Nike og Speedo hefur verið styrktaraðili SSÍ undanfarin 4 ár og er mikil ánægja innan SSÍ með þetta áframhaldandi samstarf.

Nike er eitt stærsta vörumerki í heiminum og hefur verið leiðandi í þróun íþróttafatnaðar síðustu ár. Speedo á sér langa sögu sem nær aftur til 1910 og hafa verið fremstir á sínu sviði í þróun keppnisfatnaðar í fjölda ára.

Með samningnum mun aðgengi afreksfólks í íþróttinni að æfingafatnaði og keppnisbúnaði aukast, því eru vonir bundnar við það að þetta samstarf komi báðum aðilum til góðs.

“Hingað til höfum við átt farsælt samstarf við Sundsambandið og erum stolt af því að hafa besta sundfólk landsins í okkar liði. Við hlökkum til að halda okkar góða samstarfi áfram” segir Dögg Ívarsdóttir vörumerkjastjóri Icepharma.


Til baka