Dagur tvö á RIG 2021
Rétt í þessu var degi tvö að ljúka á sundhluta RIG 2021. Í fyrstu grein kvöldsins synti Birnir Freyr Hálfdánason 200m fjórsund á tímanum 2.12.32 og bætti tíma sinn síðan í morgun um tæpar tvær sekúndur og náði þar með lágmarki á Norðurlandameistaramót æskunnar (NÆM) sem fram fer í júlí í sumar. Birnir Freyr sigraði jafnframt í 200m fjórsundi. Þá hafa þau Katja Lilja Andriysdóttir úr SH og Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH einnig náð lágmarki á NÆM í sumar. Katja Lilja í 800m skriðsundi, en hún synti á tímanum 9.41.31 og Veigar Hrafn í 400m fjórsundi á tímanum 4.48.81.
Eva Margrét Falsdóttir synti jafnframt í annað sinn undir EMU lágmarki þegar hún synti 200m bringusund á tímanum 2.37.57. Í gær synti hún undir lágmarki í 400m fjórsundi. EMU verður haldið í júlí í sumar.
Mótið hefst aftur með undanrásum kl 09:00 í fyrramálið og úrslitin hefjast kl 17:00.
Hér er að fylgjast með streymi frá mótinu : https://www.youtube.com/user/Sundsambandid
Live úrslit : https://live.swimrankings.net/29037/