Góður lokahluti á RIG
RIG 2021 lauk í gærkvöldi í Laugardalslaug.
Tvennt bætti við sig lágmörkum í æfingaverkefni landsliða; Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki bætti við sig lágmarki á EMU þegar hún sigraði 400m skriðsund á tímanum 4:29,65 og Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH bætti við sig NÆM lágmarki í 400m skriðsundi með tímann 4:15,07. Þess má geta að Freyja er enn gjaldgeng á NÆM og er með fjögur lágmörk fyrir það eftir helgina - 200, 400 og 800m skriðsund og 200m fjórsund.
5 bestu afrek mótsins í opnum flokki hlutu gjafabréf frá H Verslun:
Saman í fyrsta sæti með 727 FINA stig voru þau Patrik Viggó Vilbergsson úr Breiðabliki fyrir 1500m skriðsund og Steingerður Hauksdóttir úr SH fyrir 50m baksund.
Í þriðja sæti endaði Kristinn Þórarinsson úr Fjölni fyrir 50m baksund með 714 stig.
Í fjórða sæti varð Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB fyrir 200m bringsund með 688 stig.
Í fimmta sæti varð Dadó Fenrir Jasminuson úr SH fyrir 50m skriðsund með 675 stig.
3 bestu afrek mótsins í ungmennaflokki voru einnig verðlaunuð. Þar undir eru stúlkur 14 ára og yngri og strákar 15 ára og yngri.
Í fyrsta sæti varð Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH fyrir 200m fjórsund með 639 stig.
Í öðru sæti varð Sunna Arnfinnsdóttir úr Ægi fyrir 200m fjórsund með 569 stig.
Í þriðja sæti varð Björn Yngvi Guðmundsson úr SH fyrir 200m skriðsund með 539 stig.
Takk kærlega fyrir helgina allir og til hamingju með góðan árangur.
Alls syntu um 190 keppendur á mótinu en með góðu skipulagi náðist að koma því þannig í kring að aldrei voru fleiri en 50 á keppnissvæðinu hverju sinni.