Beint á efnisyfirlit síðunnar

Landsliðshópar eftir RIG

12.02.2021

Reykjavík International var fyrsta sundmótið á þessu ári í 50m laug þar sem sundfólk gat náð lágmörkum fyrir alþjóðleg meistaramót og einnig í landsliðshópa. Árangur helgarinnar fór fram úr björtustu vonum, þar sem mótið var ekki með eðlilegu sniði út af sóttvarnar takmörkunum. Nýtt landsliðskerfi tók gildi á þessu sundtímabili og var RIG fyrsta mótið þar sem sundfólkið gat synti sig inn í landsliðið.

18 einstaklingar nýttu sér þetta tækifæri og tryggðu sér sæti í landsliðshópum. Lágmarkatímabilið er frá 1. janúar 2021 til 12. apríl 2021. Einnig voru margir innan við 3% frá lágmörkum og verður spennandi að sjá hverjir bætast í þennan hóp á næstu tveimur mánuðum.

LANDSLIÐSHÓPAR – staða 8. Febrúar 2021


Framtíðarhópur

Birnir Freyr Hálfdánarson 2006 SH             200 skrið, 200 bak og 200 fjór
Björn Yngvi Guðmundsson 2007 SH           200 skrið, 400 skrið og 1500 skrið
Katla María Brynjarsdóttir 2007 ÍRB           800 skrið
Nadja Djurovic 2007 Breiðablik                   400 skrið
Sunna Arnfinnsdóttir 2007 Ægir                  200 bak og 200 fjór
Ylfa Lind Kristmannsdóttir 2008 Ármann    100 flug

Unglingalandslið

Dagbjörg Hlíf Ólafsdóttir 2005 SH                50 skrið
Daði Björnsson 2004 SH                              50 bringa, 100 bringa og 200 bringa
Eva Margrét Falsdóttir 2005 ÍRB                  400 skrið, 100 bringa, 200 bringa og 400 fjór
Fannar Snævar Hauksson 2004 ÍRB           100 flug
Freyja Birkisdóttir 2006 Breiðablik                200 skrið, 400 skrið, 800 skrið og 200 fjór
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 2005 ÍA   50 skrið
Katja Lilja Andriysdóttir 2006 SH                  800 skrið
Kristín Helga Hákonardóttir 2004 Breiðablik 100 skrið og 200 skrið
Snorri Dagur Einarsson 2005 SH                  50 bringa
Veigar Hrafn Sigþórsson 2005 SH                 400 skrið og 400 fjór

Úrvalshópur

Patrik Viggó Vilbergsson 2002 Breiðablik      400 skrið, 800 skrið og 1500 skrið

A-Landslið

Steingerður Hauksdóttir 2006 SH                  50 skrið og 50 bak

ALÞJÓÐLEG MEISTARAMÓT – staða 8. Febrúar 2021


Norðurlandameistaramót æskunnar

Birnir Freyr Hálfdánarson 2000 SH                200m fjór
Freyja Birkisdóttir 2006 Breiðablik                  200 skrið, 400 skrið, 800 skrið og 200 fjór
Katja Lilja Andriysdóttir 2006 SH                     800 skrið
Veigar Hrafn Sigþórsson 2005 SH                  400 skrið og 400 fjór

Evrópumeistaramót Unglinga

Eva Margrét Falsdóttir 2005 ÍRB                  200 bringa og 400 fjór
Freyja Birkisdóttir 2006 Breiðablik                400 skrið og 800 skrið

Myndir með frétt

Til baka