Snæfríður með Íslandsmet og EM lágmark
05.03.2021
Til bakaSnæfríður Sól Jórunnardóttir var rétt í þessu að setja nýtt glæsilegt Íslandsmet í 200m skriðsundi og synti hún einnig undir B lágmarki á Ólympíuleikana sem fram fara í Tokýo í sumar.
Snæfríður synti á 2:00,50 en lágmarkið er 2:00,80. Íslandsmet Snæfríðar í greininni var 2:01,82.