Fortíðarfrétt á fimmtudegi - Skotland 1968
SSÍ er 70 ára á árinu og að því tilefni var ákveðið að safna sögu sambandsins saman. Það verk er í vinnslu og hefur verið í einhverja mánuði og verður áfram á árinu.
Okkur barst þessi skemmtilegi póstur í síðustu viku sem er áhugaverð viðbót í þessa samantekt og vildum endilega birta þetta hér. Landslið Íslands í sundi fór í æfinga- og keppnisferð til Írlands og Skotlands árið 1968.
Guðmundur Þ. Harðarson fyrrverandi landsliðsþjálfari í sundi og mennskur gagnabanki á sundsögu þjóðarinnar hafði þetta að segja um efni póstsins:
„Landsliðið fór fyrst til Belfast og keppti við Íra í landskeppni sem tapaðist. Fyrri dagurinn fór fram í 25m laug en sá seinni í 33,33m laug.
Á heimleiðinni heimsóttum við Skotland og kepptum við vestur héruð Skotlands. Hef ekki upplýsingar um árangur í þessari ferð.“
Hann tók einnig saman nöfn einstaklinganna á myndunum en ekki hefur fengist staðfest hverjir það eru sem takast í hendur á annarri myndinni.
Efsta röð fv.:
Siggeir Siggeirsson þjálfari, Gísli Þorsteinsson, Finnur Garðarsson, Ólafur Einarsson, Guðmundur. Þ. Harðarson, Guðmundur Gíslason, Jón Eðvarðsson, Leiknir Jónsson, Hreggviður Þorsteinsson þjálfari, Torfi Tómasson fararstjóri, Frú Black formaður Skoska Sundsambansins.
Miðröð fv.:
Óþekktur skoti, Ragna María Ragnarsdóttir, Ellen Ingvadóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Garðar Sigurðsson formaður SSÍ, Sigrún Siggeirsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir
Fremsta röð fv.:
Gunnar Kristjánsson, Árni Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson, óþekktur skoti
Myndirnar má sjá í betri gæðum hér: