Flottur lokadagur á ÍM50
25.04.2021Íslandsmeistaramótinu í 50m laug lauk nú rétt í þessu og var ekki minna um góðan árangur en dagana á undan.
Daði Björnsson setti piltamet í 100m bringusundi í morgun. Tíminn er millitími úr 200m bringusundi og var millitíminn 1:04,52. Gamla metið var í eigu Jakobs Jóhanns Sveinssonar frá árinu 1999, 1:05,08.
Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki setti stúlknamet í 1500m skriðsundi en hún sigraði greinina á tímanum 17:32,11. Stúlknametið var 17:34,44. Hún stefnir hraðbyri í átt að Íslandsmetinu í greininni en það er 17:17,61. Tíminn hennar í dag var einnig undir EMU lágmarkinu, sem er 17:49,17.
Fannar Snævar Hauksson úr ÍRB setti piltamet í 50m flugsundi en hann varð annar á tímanum 25,60 sek. Gamla metið var 25,89 í eigu Hjartar Más Reynissonar frá árinu 2000.
Piltasveit SH setti piltamet í 4x100m fjórsundi í síðasta riðli mótsins þegar þeir syntu á tímanum 4:05,77. Gamla metið var 4:16,12 í eigu ÍRB frá árinu 2012. Sveit SH skipuðu þeir Veigar Hrafn Sigþórsson, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Bjarnason, Bergur Fáfnir Hálfdánarson.
Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki synti undir EMU lágmarki í 100m skriðsundi en hún fór á 58,50. Lágmarkið er 58,61.
Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB synti einnig undir EMU lágmarki en það var í 200m fjórsundi með tímann 2:22,44. Lágmarkið er 2:23,68.
Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH synti undir NÆM lágmarki í morgun og nú seinni partinn í 400m fjórsundi. Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH og Guðmundur Karl Karlsson úr Breiðabliki náðu einnig undir NÆM lágmarkinu í 200m skriðsundi.
Í lok móts eru veittir bikarar fyrir ýmis afrek á ÍM50 og á síðasta sundári.
Sigurðarbikarinn - fyrir besta afrek í bringusundi á ÍM50 skv. Stigatöflu FINA.
Eva Margrét Falsdóttir – ÍRB
200m bringusund - 2:36,36
704 stig
Pétursbikarinn – fyrir besta afrek karla frá síðasta ÍM50 til og með ÍM50 í ár skv. stigatöflu FINA
Kristinn Þórarinsson – Fjölnir
50m baksund - 26,50
742 stig
Kolbrúnarbikarinn – fyrir besta afrek kvenna frá síðasta ÍM50 til og með ÍM50 í ár skv. stigatöflu FINA
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – AGF
200m skriðsund - 2:00,50
824 stig
Ásgeirsbikarinn – fyrir besta afrek á ÍM50 skv. stigatöflu FINA
Steingerður Hauksdóttir – SH
50m baksund - 29,60
757 stig
Daði Björnsson setti piltamet í 100m bringusundi í morgun. Tíminn er millitími úr 200m bringusundi og var millitíminn 1:04,52. Gamla metið var í eigu Jakobs Jóhanns Sveinssonar frá árinu 1999, 1:05,08.
Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki setti stúlknamet í 1500m skriðsundi en hún sigraði greinina á tímanum 17:32,11. Stúlknametið var 17:34,44. Hún stefnir hraðbyri í átt að Íslandsmetinu í greininni en það er 17:17,61. Tíminn hennar í dag var einnig undir EMU lágmarkinu, sem er 17:49,17.
Fannar Snævar Hauksson úr ÍRB setti piltamet í 50m flugsundi en hann varð annar á tímanum 25,60 sek. Gamla metið var 25,89 í eigu Hjartar Más Reynissonar frá árinu 2000.
Piltasveit SH setti piltamet í 4x100m fjórsundi í síðasta riðli mótsins þegar þeir syntu á tímanum 4:05,77. Gamla metið var 4:16,12 í eigu ÍRB frá árinu 2012. Sveit SH skipuðu þeir Veigar Hrafn Sigþórsson, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Bjarnason, Bergur Fáfnir Hálfdánarson.
Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki synti undir EMU lágmarki í 100m skriðsundi en hún fór á 58,50. Lágmarkið er 58,61.
Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB synti einnig undir EMU lágmarki en það var í 200m fjórsundi með tímann 2:22,44. Lágmarkið er 2:23,68.
Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH synti undir NÆM lágmarki í morgun og nú seinni partinn í 400m fjórsundi. Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH og Guðmundur Karl Karlsson úr Breiðabliki náðu einnig undir NÆM lágmarkinu í 200m skriðsundi.
Í lok móts eru veittir bikarar fyrir ýmis afrek á ÍM50 og á síðasta sundári.
Sigurðarbikarinn - fyrir besta afrek í bringusundi á ÍM50 skv. Stigatöflu FINA.
Eva Margrét Falsdóttir – ÍRB
200m bringusund - 2:36,36
704 stig
Pétursbikarinn – fyrir besta afrek karla frá síðasta ÍM50 til og með ÍM50 í ár skv. stigatöflu FINA
Kristinn Þórarinsson – Fjölnir
50m baksund - 26,50
742 stig
Kolbrúnarbikarinn – fyrir besta afrek kvenna frá síðasta ÍM50 til og með ÍM50 í ár skv. stigatöflu FINA
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – AGF
200m skriðsund - 2:00,50
824 stig
Ásgeirsbikarinn – fyrir besta afrek á ÍM50 skv. stigatöflu FINA
Steingerður Hauksdóttir – SH
50m baksund - 29,60
757 stig