Æfingadagur framtíðarhóps SSÍ
12.05.2021
Síðastliðinn laugardag hittist Framtíðarhópur SSÍ á fyrirlestrum og æfingum í Laugardalnum.
Vaka Rögnvaldsdóttir, doktor í Íþrótta- og heilsufræði hélt fyrirlestur um næringu og góðar venjur auk þess sem Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála fór yfir leiðina að árangri.
Eftir þetta rölti hópurinn niður í Laugardalslaug á æfingu þar sem fulltrúar frá þeim liðum sem áttu einstaklinga í hópnum tóku virkan þátt.
Til að loka deginum var hópnum skellt í rútu og efnt til keilumóts og boðið í pizzuveislu.
41 ungt, áhugasamt og frambærilegt sundfólk tók þátt auk 8 félagsþjálfara.