EM50 hafið í Búdapest, ári á eftir áætlun
Þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Steingerður Hauksdóttir hófu keppni fyrir Íslendinga hér á EM50 í Búdapest með því að synda 50 metra skriðsund.
Jóhanna Elín kom í mark 47. í greininni, á tímanum 26,18 sekúndum, sem er besti tími hennar í greininni á árinu, en best á hún hún 26,03 frá því á RIG fyrir rúmu ári síðan. Eftir sundið sagðist hún hafa ætlað sér meira, en í staðinn á hún inni fyrir þær greinar sem eftir eru.
Steingerður varð 53. á tímanum 26,98 sekúndum, sem er heldur frá hennar besta tíma en hún á 26,45 síðan 2019. Hún á að synda næst í fyrramálið þegar hún syndir 50 metra baksund, en það er hennar grein.
Íslandsmetið í greininni, 25,24 sekúndur á Sarah Blake Bateman frá því í mars 2012 í Indianapolis.
Kristinn Þórarinsson stakk sér svo í 50 metra baksundi. Hann kom í mark 48. í greininni, á tímanum 26,66 sekúndum, sem er nokkuð frá hans frá hans besta til þessa, en hann synti greinina á 25,95 sekúndum á ÍM50 árið 2019. Kristinn sá margt jákvætt við sundið sitt, en sagðist ekki hafa náð að ljúka því samkvæmt áætlun.
Íslandsmetið í greininni á Örn Arnarson en hann setti það í Eindhoven í mars 2008.