Dadó við sitt besta í 50 flugi
20.05.2021
Til bakaDadó Fenrir Jasmínuson var eini íslenski keppandinn í undanrásum EM50 í Búdapest í morgun. Hann synti 50 metra flugsund og kom í mark alveg við sinn besta tíma sem er 25,28 sekúndur frá því á ÍM50 í apríl síðastliðnum, en tíminn hans hérna var 25,34 sekúndur. Hann lenti í 62. sæti í greininni og hækkaði sig upp um tvö sæti.
Íslandsmetið í greininni er 24,02 sekúndur en það setti Örn Arnarson í Melbourne 2007.
Dadó keppir í 50 metra skriðsundi næstkomandi laugardag auk þess sem hann verður hluti af boðsundssveit Íslands sama dag.
Mynd: Emil Örn Harðarson/SSÍ