Sumarmót SSÍ 2021
01.06.2021
Til bakaDagana 5 og 6. júní nk. fer Sumarmót SSÍ fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Sundfélag Hafnarfjarðar er framkvæmdaraðili mótsins.
Mótið er nokkurskonar lágmarkamót fyrir unglingaverkefni sumarsins en einnig tækifæri fyrir eldri sundmenn að lengja tímabilið örlítið. Þá hefur SSÍ fengið mótið samþykkt hjá FINA sem lágmarkamót fyrir Ólympíuleikana í Tókýo sem fram fara síðar í sumar.
Allar upplýsingar um mótið er og verður að finna á Sumarmótssíðunni: http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/sumarmot-ssi/