Sundþingi 2021 lokið - Stjórn endurkjörin
64. ársþing Sundsambands Íslands fór fram í gær, 1. júní í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Björn Sigurðsson, ÍBH var endurkjörinn formaður sambandsins og þá fengu þau Hörður J. Oddfríðarson ÍBR, Viktoría Gísladóttir UMSK, Leifur Guðni Grétarsson ÍA og Hilmar Örn Jónasson ÍRB öll kjör til áframhaldandi starfa í stjórninni til ársins 2025.
2 félagslegir skoðunarmenn reikninga kjörnir til tveggja ára eða til ársins 2023 eru Lóa Birna Birgisdóttir ÍBR og Guðmundur Stefán Björnsson ÍBH.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri SSÍ og Hörður Þorsteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Golfsambandsins og núverandi formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar voru þingforsetar en þau eiga það bæði sameiginlegt að vera nýkjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þeim er þakkað fyrir faglega vinnu og verðmætt framlag.
Nýkjörin stjórn er eftirfarandi:
Formaður til tveggja ára (2023)
Björn Sigurðsson ÍBH
4 meðstjórnendur til fjögurra ára (2025)
Hörður J. Oddfríðarson ÍBR
Viktoría Gísladóttir UMSK
Leifur Guðni Grétarsson ÍA
Hilmar Örn Jónasson ÍRB
4 meðstjórnendur eiga seturétt í stjórn til 2023:
Bjarney Guðbjörnsdóttir ÍA
Elsa María Guðmundsdóttir ÍBA
Júlía Þorvaldsdóttir ÍBR
Oddur Örnólfsson ÍBR
2 félagslegir skoðunarmenn reikninga til tveggja ára (2021)
Lóa Birna Birgisdóttir ÍBR
Guðmundur Stefán Björnsson ÍBH
Góðar umræður sköpuðust á þinginu sem var starfsamt og skemmtilegt. Nefndarstörf voru öflug og bárust breytingatillögur úr nefndum í einstaka málum. Öll mál sett fyrir þingið voru þó á endanum samþykkt einhljóða.