Piltamet og EMU lágmark hjá Daða
05.06.2021
Til bakaSumarmót SSÍ hófst í morgun í Ásvallalaug þegar undanrásir voru keyrðar í fyrstu 16 greinum mótsins.
Daði Björnsson úr SH átti afrek morgunsins en í 100m bringusundi náði hann tímanum 1:04,24 en það er 1/100 undir lágmarki á Evrópumeistaramót Unglinga sem fram fer í Róm dagana 6-11. júlí nk. Hann bætti um leið eigið piltamet í greininni en það var 1:04,52 og sett á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í apríl síðastliðnum.
Úrslitahluti dagsins hefst kl. 16 í dag en mótinu lýkur svo seinni partinn á morgun, sunnudag.