ÍRB aldursflokkameistarar 2021
28.06.2021
AMÍ lauk í gær með sigri Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Sundfélag Hafnarfjarðar hafnaði í öðru sæti og Sunddeild Breiðabliks varð í því þriðja.
Mótið fór fram í Sundlaug Akureyrar dagana 25-27. júní í samstarfi við Sundfélagið Óðinn.
Alls tóku 275 keppendur þátt frá 17 félögum.
Lokastigastaðan:
- ÍRB 976 stig
- SH 815
- Breiðablik 671
- Ægir 237
- Oðinn 168
- Ármann 151
- ÍA 125
- Fjölnir 72
- UMFB 65
- KR 51
- Afturelding 39
- Stjarnan 37
- ÍBV 27
- Rán 5
- Austri 2
- UMF Selfoss -
Fjörður -
Við þökkum keppendum, þjálfurum, foreldrum, starfsfólki og öllum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir góða samveru í blíðunni fyrir norðan. Sérstakar þakkir fá Sundfélagið Óðinn fyrir frábæra skipulagningu og framkvæmd og starfsfólk Sundlaugar Akureyrar fyrir framúrskarandi þjónustu og samvinnuþýði.
Til hamingju með sigurinn ÍRB og þið öll fyrir frábæran árangur!