Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundsambandið með tvo sundmenn í Tokyo 2021

05.07.2021

 

Sund­kon­an Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir verður eina ís­lenska kon­an sem tek­ur þátt á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó sem hefjast í júlí.

Snæfríður fékk út­hlutað kvóta­sæti í sund­keppni Ólymp­íu­leik­anna þar sem hún mun keppa í bæði 100 metra og 200 metra skriðsundi en hún náði B-lág­marki fyr­ir leik­ana í mars á þessu ári. Þetta eru henn­ar fyrstu Ólymp­íu­leik­ar.

Snæfríður Sól synd­ir í und­an­rás­um í 200 metra skriðsundi 26. júlí og und­an­rás­um í 100 metra skriðsundi 28. júlí.

Sundsambandið er því með tvo sundmenn á Ólympíuleikunum í Tokyo, en Anton Sveinn McKee tryggði sér þátttökurétt á ÓL á síðasta ári með því að synda undir lágmörkum í 200m bringusund, en hann mun synda þá grein 27.júlí.

Spennandi dagar framundan í sundhreyfingunni. 

 

Til baka