Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU hófst í morgun

06.07.2021

Fyrsti hluti EMU er nú lokið. SSÍ átti fjóra sundmenn í þessum hluta.

Simon Elias Stakevicius stakk sér fyrstur til sunds í morgun og synti 50m flugsund á tímanum 25.14. og bætti tíma sinn um hálfa sekúndu og varð í 28. sæti af 68 keppendum

Kristín Helga Hákonardóttir synti 100m skriðsund á tímanum 58.33 sem er aðeins frá hennar besta (57.94) tíma en hún endaði 49 sæti af 72 keppendum. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og synti nálægt sínum besta tíma (5.03.37) synti á 5:05.52 og varð 23 sæti af 31 keppenda.  Freyja Birkisdóttir synti 800m skriðsund á tímanu 9.19.53 og var talsvert frá sínum tíma 9.09.32, hún endaði í 33 sæti af 35 keppendum.

Heilt yfir góður morgun hjá okkar fólki en mótið er rétt að byrja og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

 

Myndir með frétt

Til baka