Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur fjögur á EMU

09.07.2021

Eva Margrét synti 200m fjórsund í morgun á tímanum 2:23.96 og varð í 26 sæti af 36 keppendum. Eva Margrét var nálægt sínum besta tíma í greininni, 2:22.44.

Freyja Birkisdóttir synti 1500m skriðsund á tímanum 17:36.02 sem einnig nálægt sínum besta tíma, 17:32.11, Freyja varð í 24 sæti af 30 keppendum.

Flott hjá stelpunum í morgun, nú eru bara tveir dagar eftir af mótinu og á morgun syndir Eva Margrét 100m bringusund og Símon syndir 50m skriðsund.

Hægt er að fylgjast með streymi hér : https://aquatics.eurovisionsports.tv/home?id=J037sbwGmvZ09MGIIZxXtLeaN&fbclid=IwAR28unLvIyULLcZ4bCjRX-bF19uuzPUrgMKYIFB71RMwjWWuO8IrWWp8WXE

Myndir með frétt

Til baka