Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norðurlandamót Æskunnar hefst á morgun, laugardag

09.07.2021

Átta sundmenn voru valdir til þess að keppa á mótinu í ár, en það eru þau : Sunneva Bergman Ásbjörnsdóttir úr ÍRB, Sunna Arnfinnsdóttir úr Ægi, Nadja Djuovic og Guðmundur Karl Karlsson úr Breiðabliki, Katja lilja Andriysdóttir, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH.

Á mótinu taka allar Norðurlandaþjóðirnar þátt ásamt sundfólki frá Færeyjum, Litháen, Eistlandi og Lettlandi. Samtals taka 151 þátt í mótinu í ár og verður gaman að fylgjast með okkar fólki sem er á aldrinum 14. – 16 ára og öll eru að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni, nema Veigar sem tók þátt í NÆM árið 2019.

Þjálfarar á mótinu eru Klaus Jurgen Ohk og Eðvarð Þór Eðvarðsson og, liðstjóri er Anna Peters.

Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á eftirfarandi linkum :

1 hluti: https://youtu.be/kkHaLv74GBk
2 hluti: https://youtu.be/RAPlfKx29LU
3 hluti: https://youtu.be/eoogGBlwKLM

skráningar / úrslit: https://live.swimrankings.net/29990/
Heimasíða mótsins: https://ltuswimming.com/

 

Allar myndir af mótinu birtast á  Facebook page: https://www.facebook.com/LTUswimming/

 

Til baka